Fyrir ári síðar fór litli bróðir minn og sótti um vinni í Rúmfó. Hann heyrði ekkert frá þeim en bekkjarbróðir hanns var ráðinn. Svoleiðis getur alltaf gerst, en áður en lengra er haldið er réttast að fram komi að bróðir minn er með sítt hár. Allt í góðu með það. En svo var það um daginn að hann fór aftur og sótti um. Hann sagðist hafa sótt um hjá þeim í fyrra en ekki heyrt neitt, hvorki jákvætt né neitun. Kallinn sagði að hann hæfi bara lent óvart neðst í búnkanum. Þá leyt bróðir minn á manninn og sagði: viðurkenndu það bara, þú vilt ekki ráða mig af því ég er með sítt hár. En þú veist að það eru fórdómar alveg eins og þú myndir ekki ráða stutthærða stelpu/konu". Kallinn varð kjaft stopp og ætlaði ekki að taka í hendina á bróður mínum þegar hann þakkaði manninum fyrir viðtalið.
Hann fékk svo vinnu í malbikinu ;)
en svona á að svara fyrir sig
24 April 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)