09 July 2008

Langt síðan síðast

Eftir að hafa flutt úr kapellustígnum á ég mér greinilega "meira" líf en áður hihihi, ég er alla vega ekki eins milið á netinu. Það liðu 2 eða 3 vikur eftir að ég flutti inn að ég kveikti á tölvunni. Það hefur ekki gerst LENGI !

ég veit ekki hvort ég ætla að halda þetta út, en það er gott að eiga þessa síðu ef ég skildi detta inn í þetta aftur.

En setning dagsins/vikunnar er klárlega ein sem ég heyrið í vinnununni um daginn: "typpi, toga í typpi." alltaf gaman í vinnunni ;)

24 April 2008

Gott svar

Fyrir ári síðar fór litli bróðir minn og sótti um vinni í Rúmfó. Hann heyrði ekkert frá þeim en bekkjarbróðir hanns var ráðinn. Svoleiðis getur alltaf gerst, en áður en lengra er haldið er réttast að fram komi að bróðir minn er með sítt hár. Allt í góðu með það. En svo var það um daginn að hann fór aftur og sótti um. Hann sagðist hafa sótt um hjá þeim í fyrra en ekki heyrt neitt, hvorki jákvætt né neitun. Kallinn sagði að hann hæfi bara lent óvart neðst í búnkanum. Þá leyt bróðir minn á manninn og sagði: viðurkenndu það bara, þú vilt ekki ráða mig af því ég er með sítt hár. En þú veist að það eru fórdómar alveg eins og þú myndir ekki ráða stutthærða stelpu/konu". Kallinn varð kjaft stopp og ætlaði ekki að taka í hendina á bróður mínum þegar hann þakkaði manninum fyrir viðtalið.
Hann fékk svo vinnu í malbikinu ;)
en svona á að svara fyrir sig

04 March 2008

Valdarán á Coolinu

Hvað er það sem ákvarar í hvaða hóp maður lendir þegar í skóla er farið ?
Er það fötin sem við klæðumst í ? eða er það hvernig hegðunin er ? Komum við illa fram eða hunsum við fólk sem gæti orðið vinir okkar ef við myndum hætta að hugsa bara um útlitið. Ætli það sé ein manneskja sem ákveður hver er nógu "cool" til að vera í "elítunni" ? Og ef svo er, hver gaf henni það þá leyfi til að velja ? Kannski vorum það við, með því að leyfa manneskjunni að vaða fram. Hvernig væri það ef einhver annar stigi fram og segði sína skoðun. Væri það talið valdarán ?
Það er skrítið að hugsa til þess að fólk, sem á að vera talið fullorðið, hagi sér alveg eins og börn í leikskóla. Það er kannski ekki skrítið ef pælt sé mikið í því, meina erum við ekki bara öll lítil börn í stórum heimi og reynum eftir bestu getu að passa inn í. Við viljum nefnilega ekki vera talin öðruvísi og eiga hætt á að vera hundsuð, eða ekki vera talin nógu COOL

01 February 2008

Hef skrifað fyrir allan peninginn...

Að skrifa hér lengur er eitthvað sem er ekki að ganga upp. Hvorki fyrir mig né aðra þar sem enginn skrifar athugasemdir. Þannig að ég mun hvíla þetta um stund, en það er aldrei að vita nema eitthvað detti hérna inn. Ef ég þekki sjálfa mig rétt gæti það gerst á morgun, þar sem ég ákvað að hvíla þetta.
En ég get sagt með góðri samvisku að ég hafi skrifað fyrir allan peninginn hérna :)
takk fyrir mig í bili.


Katrín Hólm

11 January 2008

Gaman að vera lesblind :D

Það er sagt að lesblinda sé hæfileiki. og ég er ekki frá því að það sé satt, mér leiðist alla vega ekki þegar ég er að lesa.
Eins og áðan þá var ég að lesa grein á mbl.is um að Erlendir ríkisborgarar sem koma til Bandaríkjanna um flugvöllinn í Atlanta í Georgíu þurfa framvegis að leyfa landamæravörðum þar að taka fingraför af öllum tíu fingrum, í stað tveggja áður. Segja yfirvöld þetta gert til að herða öryggiseftirlit, því að með þessum hætti fáist upplýsingar um komufarþega fyrr en ella.
Margir sjá ekki skondnu hliðina á þessu máli eins og ég gerði. Það er nefnilega þannig að ég las (og það nokkuð oft) að ELDRI borgarar sem væru að ferðast þyrftu að gera þetta.
Sá ekki alveg hver tilgangurinn með því að gamalt fólk ætti að láta taka fingraför af sér;)
svona getur verið gaman að vera lesblind :D

.:KATA:.

08 January 2008

Nýtt ár

Jæja þá er 2008 gengið í garð :)

Ég held að þetta verði mjög gott ár, við stelpurnar eigum samt eftir að leggja spil fyrir árið þá kemur þetta allt í ljós ;)
Alltaf á nýju ári fer fólk að strengja heit, ég veit ekki hvort ég ætla að gera það, ef ég gerði það þá myndi ég ekki segja fólki endilega frá því þá getur fólk ekki sagt að ég hafi ekki satið við þetta. En ég freistast alltaf til að segja eitthvað, veit ekki hvað það er, sumir eru bara ruglaðri en aðrir ;)
En jólin og áramótin voru frábær, það var ekkert vesen eins og í fyrra. Svo ættleiddum við Örnu um áramótin. Hún kom norður síðasta laugardaginn 2007, og náttúrulega var skellt sér út á lífið :) Við fórum á Kaffi Ak þar sem við sýndum snildar takta á dansgólfinu, ég átti þá sigur sporið þegar ég sá bóndan... vissi ekki að ég hefði svona góð viðbrögð, bara dansa og svo bara búmm var horfin á bak við fólk. Vil sko ekki hitta hann ;) Síðan sáum við eitt það fyndnasta í heimi, stelpu sem var að reyna við strák. Ok það í sjálfu sér er ekki svo fyndið en ef þið hefuð sér tæknina sem hún notaði þá væru þið sammála mér. Það er best að líkja þessu við kött á lóðaríi (hvernig sem það er skrifað).
Dagarnir fram á nýjaárið er best lýst sem afslöppun og leti, með nokkrum kaffihúsaferðum inn á milli :)
Síðan kom 31.des þá var sko dressað sig upp, hjálpað til við að elda... borðaður góður matur, hvernig geta nautalundir klikkað :) eftir að hafa horft á frétta annál var ferðinni heitið inn í eldhús þar sem mamma spáði í bolla fyrir okkur og spáði í spil... þetta var óhugnalegt hvað spilin pössuðu vel við. Skaupið rúllaði og síðan var farið að skjóta upp ragettum. Það er hefð hjá fölskyldu minni að tuðra upp helling af ragettum og pabbi hafði keypt frekar mikið í ár. En bræður mínir voru ekki svo skotglaðir í ár þannig að við arna tókum okkur til og sáum um þetta. Það kom svo í ljós að Arna hafð aldrei/sjaldan skotið upp þannig að hún var eins og barn á jólunum ;) Svo á miðbætti var skotin upp V-sprengjan... hún var nokkuð góð ;)
Eftir þetta allt var haldið í partý til Sigrúnar og Einars, við stoppuðum ekki svo lengi því við höfðum sett stefnuna á sjallann. Þegar þangað var komið fengum við lost. Vá hvað allir voru ungir, ekki það að við séum að verða gamlar nei nei alls ekki. Þegar við hittum eitt '90 módel þarna inni stungum við af og skelltum okkur á Kaffi Ak. Þar dönsuðum við Arna og Hófí snildarlega. Síðan komu Sigrún, Einar og Guðbjörg að dansa með okkur. Arna og ég röltum svo heim um 6 leytið, ég vafin inn í sjalið hennar Örnu því peysunni minni var stolið. Síðan var keyrt í borgina 1.jan og vá hef aldrei verið jafn fegin að sjá opin stað og þegar við sáum að Staðarskáli var opinn. MATUR úff hvað það var gott... Svo til að kóróna allt þá var Bára að vinna :) þannig að við gátum óskað henni gleðileg ár :)

Jæja núna er kominn tími á að hætta þessu bulli og fara að sofa, skóli á morgun. En þangað til síðar ...
p.s fékk myndina á síðunni hennar örnu (takk arna)

.:Kata:.