Hvað er það sem ákvarar í hvaða hóp maður lendir þegar í skóla er farið ?
Er það fötin sem við klæðumst í ? eða er það hvernig hegðunin er ? Komum við illa fram eða hunsum við fólk sem gæti orðið vinir okkar ef við myndum hætta að hugsa bara um útlitið. Ætli það sé ein manneskja sem ákveður hver er nógu "cool" til að vera í "elítunni" ? Og ef svo er, hver gaf henni það þá leyfi til að velja ? Kannski vorum það við, með því að leyfa manneskjunni að vaða fram. Hvernig væri það ef einhver annar stigi fram og segði sína skoðun. Væri það talið valdarán ?
Það er skrítið að hugsa til þess að fólk, sem á að vera talið fullorðið, hagi sér alveg eins og börn í leikskóla. Það er kannski ekki skrítið ef pælt sé mikið í því, meina erum við ekki bara öll lítil börn í stórum heimi og reynum eftir bestu getu að passa inn í. Við viljum nefnilega ekki vera talin öðruvísi og eiga hætt á að vera hundsuð, eða ekki vera talin nógu COOL
04 March 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Skemmtilegar pælingar. Ég hefði gaman af því að komast að því hver sé við stjórnborðið :)
jebbs sama hér... læt þig vita ef ég kemst að því og svo líka ástæðu fyrir þessum pælingum. Það er sko skemmtileg saga ;) hehehe
Gaman að spá í þetta, þú færð mann alltaf til að hugsa :)
Post a Comment