11 January 2008

Gaman að vera lesblind :D

Það er sagt að lesblinda sé hæfileiki. og ég er ekki frá því að það sé satt, mér leiðist alla vega ekki þegar ég er að lesa.
Eins og áðan þá var ég að lesa grein á mbl.is um að Erlendir ríkisborgarar sem koma til Bandaríkjanna um flugvöllinn í Atlanta í Georgíu þurfa framvegis að leyfa landamæravörðum þar að taka fingraför af öllum tíu fingrum, í stað tveggja áður. Segja yfirvöld þetta gert til að herða öryggiseftirlit, því að með þessum hætti fáist upplýsingar um komufarþega fyrr en ella.
Margir sjá ekki skondnu hliðina á þessu máli eins og ég gerði. Það er nefnilega þannig að ég las (og það nokkuð oft) að ELDRI borgarar sem væru að ferðast þyrftu að gera þetta.
Sá ekki alveg hver tilgangurinn með því að gamalt fólk ætti að láta taka fingraför af sér;)
svona getur verið gaman að vera lesblind :D

.:KATA:.

No comments: