Þegar við komumst loks upp og búnar að fá okkur að borða, dýran en góðan mat. Það er greinilegt að það á að féfletta mann alveg þangað til að lent er í öðru landi. Hver króna skiptir máli. Alla vega þá sátum við þarna og létum okkur leiðast, því við vorum jú langt á undan áætlun. Loks var komin tími til að labba að hliðinu, þegar við vorum búnar að sýna vegabréfin og komnar í gegn fattaði ég að síminn minn var ekki í töskunni. Það kom nú frekar mikið fát á mig og ég hljóp til baka. Sem betur fer lá þá litli síminn í sætinu sem ég hafði setið í. Svo þegar ég var að fara til baka hló strákurinn í vegabréfa búrinu að mér. Fannst ég greinilega eitthvað skondin hlaupandi þarna fram og til baka eins og eitthvert sirkusdýr.
Loks vorum við komnar á flug og áttum 5 tíma eftir af flugi. Þá var bara að horfa á leiðinlega mynd, ja eða bara sofna á öxlunum á mér. Ég er svona labbandi koddi, það getur verið gott að vera ég. Meðan við sátum þarna var okkur litið yfir ganginn. Venjulega er það eitthvað sem maður gerir og sér ekkert merkilegt, en það var nú annað núna. Þarna sat þá þessi sæti, sæti strákur. Dökkhærður og flottur. Hann var aðalumræðu efnið á leiðinni, því ekki var myndin góð.
En loks stigum við út úr vélinni, og þvílíkur hiti sem tók á móti okkur, það var dásamlegt. Arna B. hafði orð á því hversu frábært væri að vera komin, en það heyrðist nú ekki alveg því hún húrraðist nærri niður tröppurnar. En er ekki sagt, fall er fararheill. Okkur var síðan keyrt inn í flugstöðina, sem var ábyggilega jafn stór og Reykjavíkurflugvöllur, en það var einhver sem lyktaði mjög illa þarna inni þannig að maður var að halda niðri í sér andanum, sem var klárlega ekki að gera sig í þessum hita. Loks var komið inn og biðin eftir töskunum hófst. Og sú bíð var LÖNG. Við biðum og biðum og dokuðum og dokuðum, en það eina sem við heyrðum var eitthvað hræðilega pirrandi bíbb sem kom alltaf á undan tilkynningunum, sem voru ekki á ensku, þannig að við skildum ekkert hvað var í gangi.

Þá var bara að tékka sig inn á hótelið. Við fengum það yndislega herbergi númer ... . Þegar við vorum komnar var skellt sér í rétta dressið fyrir kvöldið, ætluðum að skella okkar að borða og kanna umhverfið.
Það hefur greinilega sést á okkur að við vorum nýkomnar, við vorum hvítar eins og nýfallinn snjór, þá sérstaklega ég, því allir þeir sem vinna við að draga fólk inn á veitinga- og skemmtistaði þurstu að okkur. Allir vildu benda okkur á hve frábært væri á þeirra stöðum. Við hlustuðum af athygli, enda vildum við vita hvar réttu staðirnir væru. Það varð samt frekar leiðinlegt til lengdar því við vorum orðnar mjög svangar. Það var þetta kvöld sem markaði uppaf hefðar sem átti eftir að lita ferð mína, það var að borða bara salat þessa viku.

Meira kemur á morgun, er alveg að sofna :)