07 November 2007

135 dagar síðan Hugo söng Einen Stern der Deinen Namen trägt

Þar sem ég sat á kaffi parís síðast liðið föstudagskvöld, með þeim Örnu A. og Örnu B. var mér bent á að ég ætti eftir að setja ferðasöguna frá því í sumar hérna inn. Sat ég lengi núna um helgina og hugsaði um, reyndi að rifja upp, ferðina góðu. Þá rann upp fyrir mér að það eru 135 dagar, þegar þetta er ritað, síðan við komum heim. Hvernig átti ég að geta skrifað þetta allt nákvæmt niður ? Niðurstaða: það er ekki hægt, hins vegar ætla ég að gera það eftir fremst megni, og hverju skiptir það hvaða kvöld hvað gerðist, ég var heldur ekki með þeim allan tímann.

Þetta byrjaði allt sem grín hjá mér. Örnunar voru að tala um að fara saman til útlanda og ég spurði, í mesta gríni, hvort það væri ekki pláss fyrir einn í viðbót. Þær héldu það nú og sögðu að það yrði bara meira fjör. En ég hugsaði nú ekki mikið meira um þetta í bili fyrr en Arna Björk hringdi í mig og spurði hvort ég ætlaði að koma með þeim til Búlgaríu. HA? sagði ég, "Búlgaríu? má ég svara þér á eftir, þarf að spyrja hvort ég fái viku frí" það var nú minnst en ég varð að fá svar fljótt því það þurfti að borga ferðina sem fyrst. Það var nú heldur ekki mikill tími til stefnu, en ég fékk fríið rúmum 2 vikum fyrir brottför. Þá var að fara að huga að því hræðilegasta af öllu. BIKINÍ !!! það er mín versta martröð, átti nefnilega ekki það góðar minningar frá Salou. Hafði keypt mér bikiní í júní það sumar og svo þegar loks kom að Salou ferðinni hafði efri parturinn eitthvað vaxið því þegar ég lá í sólbaði og ætlaði að snúa mér við, ultu þessar elskur upp úr toppnum. En maður bjargar sér og það voru keypt ný. Það var árið 2003 þannig að það var kominn tímin á ný þar sem árið er 2007, en það ótrúlega gerðist. Ég fór ásamt Örnu B í þá búð sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla og keypti það fysta bikiní sem ég sá. Að vísu eftir að hafa verið pintuð til að máta. En svo talið berist að einhverju öðru en fóbíu minni fyrir sundfötum er best að byrja á hinni raunverulegu ferðasögu en hún hefst í Karlagötu 20 sunnudagskvöldið 17.júní kl 23 þegar Örnunar bönkuðu upp á með ferðatöskurnar í skottinu á bílnum hennar Örnu B.
Það hafði verið ákveðið að vera allar heima hjá einhverri okkar nóttina áður en við áttum flug, svo að enginn mindi nú vera sein eða sofa yfir sig. Vildum forðast allt vesen. Það var mikill spenningur í fólki og þær stöllur brustu í móðursýkislegan hlátur þegar þær sáu ferðatöskuna mína, þeim þótti hún frekar lítil og aumingjaleg. Ég tel það vera hæfileiki að geta ferðast létt. Helda að taskan mín hafi verið vel undir 10kg. Samt var ég með 3 ef ekki 4 skó pör. Til að byrja með voru allir voða hressir en þegar leið á nóttina fór svefnin að síga á. Við stittum okkur stundir með því að horfa á "klassískar" gelgjumyndir. En loks var komið að brottför en áður en við fórum út, skáluðum við fyrir góðri ferð, reyndar bara í kók en eigi að síður. Við vorum ekki komnar út úr bænum áður en frábærar setningar fóru að fjúka sem áttu efir að fylgja okkur í ferðinni.
Keflavíkurairport stóð á skiltinu, við höfðum þetta af eftir að hafa hlustað á gömul og góð íslensklög sem og rock star lögin. Þegar inn var komið komumst við að því að við gætum ekki "tékkað" okkur inn fyrr en eftir LANGAN tíma, hann var ekki það í alvöru okkur fannst það bara vegna spennu og hungurs. Við vorum nefnilega allar mjög svangar en urðum að bíða og fengum okkur því sæti upp við einhvern vegg. Taka fram að við SÁTUM, ekki lágum eins og fólkið sem var hinu megin við vegginn. Eftir að hafa setið þarna dágóða stund, og horft á fólkið mæta til vinnu, lagðist Arna B niður. Nema hvað þá þurstu 2 öryggisverður út og bentu okkur á það að þetta væri ekki hótel! Þannig að það varð ekkert úr blundinum, hún varð bara að gera það sama og ég og Arna A, sitja. Þegar tíminn var kominn vorum við fyrstar í röðinni, vildu fara upp að borða.

4 comments:

Anonymous said...

Ohh ég heyrði alveg í ykkur vitleysuna að lesa þetta....sakna þess að heyra það ekki :D Þetta hlýtur að hafa verið alveg úber ferð....vonandi kemur meira.... :)

Katrín said...

já það er öruggt, því um leið og ég nenni ekki að gera verkefnið, sem ég á að vera að gera, mun ég skella restinni inn :)

Anonymous said...

Hehe glæsilegt..

Anonymous said...

Jeij þú ert æði :D