Jæja núna hef ég enga afsökun fyrir að skrifa ekki meiri ferðasögu, nema kannski ofát ;)en hérna kemur restin:
Við skiptumst á að vera niðri á strönd og í sundlaugargarðinum þegar við vorum að sólbaðast. Persónulega fékk ég áfall þegar ég leit á suma sem voru í kringum okkur, ég leit út eins og snjókall, ekki gaman það. En svo ákvað ég að gefa skít í það lið og vera bara sætur snjókall og skemmta mér ótrúlega vel. Ég held að enginn nenni að lesa um það þegar við lágum í sólbaði, nema kannski það að ég, af öllum manneskjum, lág kyrr lengi lengi í sólbaði. En Arna Björk komst að einu svakalegu þarna úti, hún hafði farið í sólarlanda ferð með tvem manneskjum sem geta ekki verið kjurrar í sólbaði. Ég fann sálufélagann í Örnu A í þeim efnum :)
Alla vega þegar við vorum ekki liggjandi í sólbaði, vaðandi í sjónum eða sundlaug vorum við að versla. En ef ég á að vera hreinskilin þá var það aðallega hún Arna B sem sá alveg um það, þessi elska. Hef aldrei séð eins mikla hörku í verslun.
Gaman að segja frá því að þrátt fyrir hafa notað STERKA sólarvörn brunnum við allar. Það er nokkuð gott fyrir viku ferð. Við vorum nú samt nokkuð brúnar og sætar þegar við komu heim. Ok Arna B var brúnust af okkur öllum, hún fékk titilin ungfrú brúnka 2007. Gaman að segja frá því að það er annar af tvem titlum sem hún ber, hinn er djammdrottning. :)
Ljósin á Roxy gerðu það að verkum að við lýstum eins og glóandi sólir. Sem við gerum að vísu alla daga, en þetta var nú kannski full mikið. Kvöldið sem fórum á plebba djamm þá var hún Arna Björk í hvítum kjól og þá lýsti hún í myrkri. Það hafði sína kosti og ókosti. Við getum allavega sagt það að hún hafi rennblotnað því þýsku strákarnir gusuðu yfir hana freiðivíni. Ég og Arna A hefðum getað orið fyrir þessu en vegna þess að við glóðum ekki eins mikið þá fékk Arna B þetta allt yfir sig. Talandi um að fórna sér fyrir heildina.
Ég gæti skrifað helling meira um þessa frábæru ferð en vitiði hvað, ég ætla ekki að skrifa það hér ;) það sem gerðist síðar í þessari ferð er ekki endilega fyrir hvern sem er að lesa. EN ekki örvæta stelpur þið fáið ferðasöguna útprentaða og þá meina ég alla ;)
Við ykkur fáið þið að vita :
* rómantískar gönguferðir á ströndinni ( norðmaður + kata og íslendingur + Arna A )
* endalaust Happy hour
* klakar
* absent skot og mörg fleiri
* nýjar snakktegundir (Arna Björk sá um þá deild ;) )
* Flott myndataka (við urðum loksins nógu brúnar)
* Sætu Pólverjarnir (I hava a bed over there )
* Vorum dregnar af spíttbát út á svartahaf, svo var okkur fleigt af
* Nýjir drykkir á hverjum bar, sjaldan sami drykkurinn drukkinn
* Haglél, sem voru í líkinum við gólfkúlur
* Fyllar kartöflur (matur ferðarinnar fyrir Örnu B)
Hérna eru svo nokkur lög sem heyrðust oftar ein einu sinni í þessari ferð :)
Segi bara takk fyrir mig stelpur og við verum að endurtaka þetta. Held að árið 2008 sé körið til þess
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
You write very well.
Post a Comment