Eftir að hafa borðað þennan "dýrindis" mat ákváðum við að rölta aðeins um og skoða nánasta umhverfið. Athuga hvaða búðir eru í nágrenni hótelsins og hvaða skemmtistaðir eru á þessu svæði. Þegar allthugun okkar lauk lentum við í smá veseni. Því þegar við fórum í bæinn í upphafi fórum við niður eihvern göngustíg á milli tveggja hótela í staðinn fyrir að fylgja götunni. Þessi litli göngustígur varð til þess að við viltumst. Það er ekki gaman að rata ekki aftur upp á hótel, við gengum fram og til baka. Upp þessa götu og niður hina, beigðum til vistri og svo til hægri. En ekkert gekk. Það var farið að þykkna upp í fólki, héldum að við þyrftum að sofa á götunni. Svo gerðist það í einni af þessari hægri vinstri leiðangri okkar að við fundum göngustíg. Það reyndist ekki vera okkar göngustígur en hann leiddi okkur upp á við og þar var hótelið okkar. Gaman að segja frá því að þegar við vorum að labba þarna var sko flautað á okkur, einhverjir strákar sko ;). Loks sást skilti sem á stóð Perla. Vá það var æði, persónulega þá var þetta fallegasta sjón sem ég hafði séð, en það átti eftir að breytast síðar í ferðinni! En fyrsti dagur okkar í Búlgaríu var að kvöldi komin að tími til að hvíla sig fyrir komandi átök, því það er vel hægt að kalla það átök :)
Þar sem flestir dagar okkar voru svipaðir, það er fyrri part dags. Það var byrjað að MAKA á sig sólarvörn, sumir með sterkari sólarvörn en aðrir *hóst 35 hóst*
OK ég veit að það virðist ekki vera heil brú í þessari færslu, talandi um sólarvörn og svo bara búmm myndband, en ég fann þetta myndband of varð að setja þetta þarna. Forsagan kemur síðar, þegar þroskasálfræði prófið er búið.
hérna sjáið þig hvernig líf mitt hefði getað orðið ef ég hefði mætt á Mcdonalds daginn eftir ;) Hvernig hefði það hljómað að vera þýsk læknisfrú ;) bara skondið
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hahaha, Kata + Dr.Hugo = Liebe :D Neinei ég er á því að það var málið að sleppa McDonalds ... annars hefðum við kannski misst af the Hot Norwegian ;)
og það hefði nú verið slæmt mál ;)
en vá hvað gaurinn var flottur...
þú verður nú samt að viðurkenna að myndbandið er "æði" hehehe
Post a Comment