31 October 2007
það er ljótt að alhæfa
Ég á ekki til orð. Ef ég fengi þá flugu í höfuðið og raka allt hárið af hausnum á mér og færi að ganga í hermannabuxum. og til að toppa allt byggji ég á akureyri, viti þið hvað ég væri þá kölluð ??? jú hvorki meira né minna en nasisti. góðan daginn er ekki full mikið þegar krakkar eru kallaðir þetta... ég meina jú jú sumir þeirra eru þjóðernissinnaðir en það þarf ekki að vera það sama. Var það ekki Frjálslindi flokkurinn sem kom með einhverja athugasemd um innflytjendur. ég veit um nokkra sem gengu í þann flokk eftir það. og það að lögreglan skuli segja svona í viðtali í sjónvarpinu finnst mér hræðilegt. þessir strákar sem sagðir eru nasistar geta ekki labbað út í bæ nema eiga það á hættu að vera lamdir eða eltir af löggunni. Er hægt að segja að ALLIR sem eru krúnurakaðir og ganga í hermannabuxum upplifi sig sem nasista ??? er ekki verið að alhæfa. Persónulega gekk ég í hermanna buxum á tímabili, var að vísu bara með stutt hár en ég var ekki að upplifa mig sem neitt annað en sjálfa mig. er ekki eins hægt að segja að allir sem ganga í fötum úr sautján upplifi sig sem betri en þeir sem versli þar ekki. eða að allir innflytjendur skapi vandamál, þetta er ekki hægt að segja því það er kannski bara brot af hverjum hóp sem er að skemma fyrir hinum. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. þess vegna hélt ég að fólk. og þá sérstaklega löggan, væri búið að átta sig á því.Og hana nú....
22 October 2007
Góð helgi

Helgin sem var að líða var mjög skemmtileg. Fór í þetta skemmtilega afmæli á laugardagskvöldið. Hún Arna A átti afmæli og óska ég henni enn og aftur til hamingju með daginn. Það var svona hrekkjavöku þema og mín mætti sem kúreki. Með löggustjörnu og byssubelti. Ekki má gleyma fína hattinum mínum, sem ég fékk á kontrý hátíðinni hérna um árið. Þar sem við elva vorum mun betri en björgunarsveitin að losa bílinn úr leðjunni ;) en það er önnur saga. Eftir að hafa rætt um rækjur, bæði risa og venjulegar var haldið niðuri í bæ. En þar sem við erum allar haldnar athyglis bresti gátum við ekki verið lengi á sama stað. Að lokum keyrðum við á N1 við hringbraut og fengum okkur subway, vá hvað það var fínt. Til að loka þessu fína kvöldi keyrði ég nöfnurnar heim og sjálf fór ég svo i sveitasæluna.
Svo í gær var ég geggað dugleg að læra. Ég veit að þetta er ítarlegt en hvað veit maður, kannski dettur einhver hérna inn sem finnast ótrúlega gaman að lesa um það hvað ég var að gera um helgina. Hvað veit maður ...
En ég ætti kannski að koma með einhverja djúpar pælingar hérna inn á milli. Því eins og flestir vita þá get ég verið ótrúlega skörp stundum.
Pæling
Þarf matur í skólum að vera svonar dýr.
Ég veit ekki hvernig þetta er í HÍ en maturinn hérna í KHÍ getur verið svakalega dýr. Ef keypt er ein langloka og toppur/kók þá kostar það 570 kr. Einn trópi er svo á 110 kr. Þetta getur farið með fjárhaginn. Ég veit að núna mun fólk segja, komdu þá með nesti og hættu þessu tuði. Jújú ég gæti gert það en það er alltaf spurning um valfrelsi. Ef mig langar í samloku og topp á ég ekki að þurfa að borga 600 kr fyrir það. En það er bara mín persónulega skoðun.
Læt þetta svo duga í bili. Þar til næst hafið það gott og verið góð hvert við annað.
Katrín
17 October 2007
Þó líði ár og öld ....
Það var eitthvað við þennan dag. hugsaði ég í morgun þegar ég vaknaði en vissi ekki hvað það var. Svo leið á daginn og þá fattaði ég að það er liðið ár síðan ég flutti heim eftir "löngu" dvöl mína í danaveldi ;) en það er nú ekkert sérstaklega merkilegt við það en samt... en vá hvað það er margt breytt á einu ári. datt til dæmis ekki i hug þá að ég væri komin í kennó loksins í íbúð umkringd mínu eigin drasli.
en nenni ekki að skrifa meira núna
Katrín
en nenni ekki að skrifa meira núna
Katrín
03 October 2007

Þetta er hluti af bekknum mínum þegar við voru má laugarvatni í september. við vorum ótrúlega flott en við unnum ekki búninga keppnina. Piff svindl.
Alla vega þá datt mér í hug að skella aftur inn ferðasögunni sem eg var að skrifa í sumar. verð samt að skrifa hana upp á nýtt vegna þess að hin hvarf.
Núna langar mig að fara til London, var að tala við Amy (stelpur hún er til ) og hún var að segja mér að ég ætti bara að fara út, hún myndi hjálpa mér með skóla og húsnæði.
Fyndið því ég var einmitt að tala um það í gær hve mikið mig langaði að fara þangað út. Skemmtileg tilviljun. En það sem er best í stöðunni er að halda áfram að lesa í þroskasálfræði en ekki hanga á netinu og skrifa blogg
Þar til síðar
Kata
p.s Ég er loksins komin í mína eigin íbúð. Þetta voru 8 flutningarnir á 2 árum. Læt það duga í bili.
Subscribe to:
Posts (Atom)