
Helgin sem var að líða var mjög skemmtileg. Fór í þetta skemmtilega afmæli á laugardagskvöldið. Hún Arna A átti afmæli og óska ég henni enn og aftur til hamingju með daginn. Það var svona hrekkjavöku þema og mín mætti sem kúreki. Með löggustjörnu og byssubelti. Ekki má gleyma fína hattinum mínum, sem ég fékk á kontrý hátíðinni hérna um árið. Þar sem við elva vorum mun betri en björgunarsveitin að losa bílinn úr leðjunni ;) en það er önnur saga. Eftir að hafa rætt um rækjur, bæði risa og venjulegar var haldið niðuri í bæ. En þar sem við erum allar haldnar athyglis bresti gátum við ekki verið lengi á sama stað. Að lokum keyrðum við á N1 við hringbraut og fengum okkur subway, vá hvað það var fínt. Til að loka þessu fína kvöldi keyrði ég nöfnurnar heim og sjálf fór ég svo i sveitasæluna.
Svo í gær var ég geggað dugleg að læra. Ég veit að þetta er ítarlegt en hvað veit maður, kannski dettur einhver hérna inn sem finnast ótrúlega gaman að lesa um það hvað ég var að gera um helgina. Hvað veit maður ...
En ég ætti kannski að koma með einhverja djúpar pælingar hérna inn á milli. Því eins og flestir vita þá get ég verið ótrúlega skörp stundum.
Pæling
Þarf matur í skólum að vera svonar dýr.
Ég veit ekki hvernig þetta er í HÍ en maturinn hérna í KHÍ getur verið svakalega dýr. Ef keypt er ein langloka og toppur/kók þá kostar það 570 kr. Einn trópi er svo á 110 kr. Þetta getur farið með fjárhaginn. Ég veit að núna mun fólk segja, komdu þá með nesti og hættu þessu tuði. Jújú ég gæti gert það en það er alltaf spurning um valfrelsi. Ef mig langar í samloku og topp á ég ekki að þurfa að borga 600 kr fyrir það. En það er bara mín persónulega skoðun.
Læt þetta svo duga í bili. Þar til næst hafið það gott og verið góð hvert við annað.
Katrín
3 comments:
Hæhæ
Ég tek undir þetta með þér, þetta er alltof dýrt...hérna í ameríku ferðu á MC í hádeginu og kaupir large big mac máltíð á 300 krónur og færð stóra bumbu á eftir....ekki slæmt það ;D
en ég bið að heilsa þér
suss og maður eru að kaupa big mac á 800kr máltíðina og þá er hún ekki stækkuð... suss er þá ekki bara betra að fá sér gulrót og vatn ;)
Já.. spurning hvort við hefðum ekki barasta átt að skrá okkur í björgunarsveitina þarna í leðjunni miklu;) En ég er sammála.. matur á Íslandi er ógeð dýr!!
Post a Comment